STEINI PÍPIR UM DROPASTEINA

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég er á móti öfgum í umhverfismálum þó ég sé umhverfissinni. Ég hef aðallega fjallað um þá skynsemi sem ég tel að þurfi að sýna í verndunarmálum svona með svipuðum rökum og rammaáætlun var reist á. Þó ég telji nauðsynlegt að nýta landið tel ég óásættanlegt að eyðileggja náttúruverðmæti meira en þörf segir. Mér hefur fundist menn fara mjög frjálslega með leyfi til tilraunaborana t.d. í Eldvörpum. Ég sé ekki nauðsyn þess að rústa þeim vegna slíkra rannsókna.

  Steini pípari.

  Þá eru það nýfundnir dropasteinahellar á Norð-Austurlandi, sem fundust vegna vegalagningar sem var mótmælt harðlega. Á sömu nótum tel ég að sá sem lagði veginn beri ábyrgð á náttúrutjóni sem hlýst af honum umfram það sem menn vissu.

  Menn spyrja e.t.v. af hverju þessir dropasteinar eru svona merkilegir. Yfirleitt myndast þeir sem útfellingar úr vatni sem lekur niður úr þaki hella. Því er ekki svo farið með þessa steina. Gróflega séð myndast þegar hluti hrauns eru storknað og ákveðin efni sem hafa lægra bræðslumark leka niður og myndar þessar gjallsúlur. Þetta mun vera einstakt í heiminum og slíka hluti höfum við ekki leyfi til að skemma. Eina rétta í þessu máli er að byggja hús yfir hellismunna, grafa niður fyrir framan hann og loka honum með gleri svo ferðamenn geti séð inn í hann og notið þessa náttúrufyrirbrigðis. Þetta kostar e.t.v. frá 500 til 1000 milljónum, eftir því hversu veglegt það er en verður jafnframt þjónustumiðstöð fyrir svæðið.

  Auglýsing