JEPPAMENN OPNA HÁLENDIÐ

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Stjórnarmyndanir fela að vísu alltaf málamiðlanir en ófært er að flokkar fórni grunn gildum sínum fyrir ráðherrastóla. Í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar var hálendinu fórnað, frelsi okkar til að ferðast og njóta landsins og það lagt í hendur einræðisstjórnar eins og nú er í Vatnajökulsþjóðgarði. Sú stjórn telur sér ekki skylt að finna meðalhóf í verndunar ofstækinu. Lokar hefðbundnum leiðum jeppamanna svona næstum því „af því barasta“.

    Í núverandi ríkisstjórn eru flokkar sem segjast standa fyrir einstaklingsfrelsi. Þeir hafa í orði viljað efla og styðja sveitarstjórnarstigið en nú þykir þeim rétt að svipta sveitirnar yfirráðum yfir þeirra skipulagslögsögu. Beitt hefur verið blekkingum til að fá sveitarfélög til að samþykkja þetta. Þeim var sagt að haft yrði samráð við þau. Samráðið er ekki skuldbindandi og ekkert er farið eftir því.

    Það eru jeppamenn sem hafa opnað hálendið fyrir almenningi og þannig gert það að þeim verðmætum sem það er. Auðvitað á fyrst og fremst að hlusta á þeirra sjónarmið í þessu sambandi, ekki einhverra öfgamanna sem vilja hefta för þeir um umrætt svæði.

    Ég hef margsinnis bent á blekkingar sem beitt er. Okkur er talin trú um að það eigi að fara fram einhver uppbygging og það eigi að gera hálendið aðgengilegt. Meðan menn ráða ekki við að byggja upp innan núverandi þjóðgarðs, ná ekki að reka nægilega vörslu innan hans er glapræði að stækka hann. Þegar menn hafa staðið við það sem lofað er í lögum um hann væri hugsanlegt að stækka verndarsvæðið í áföngum. Tökum einn bita í einu og ljúkum honum áður en við ráðumst á allan fílinn.

    Auglýsing