STEINI PÍPIR Á CORONA

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Fyrir nokkru síðan fullyrt ég að nýja veiran frá Wuham ætti eftir að fara út um allt. Ég sagði það vegna þeirra upplýsinga sem ég hafði, þ.e. að einkennalausir einstaklingar smituðu og veikin hafði  þá dreifst umhverfis jörðina, þó tilfelli utan Kína væru fá.

  Nú bætast við upplýsingar. Sóttvarnarlæknir segir að þeir sem sýkst hafa utan Kína hafi ekki orðið eins alvarlega veikir og innan Kína. Ein hugmynd manna um ástæðu þess er að þéttleiki veirunnar skipti máli um alvarleikann og það sé einfaldlega svo mikið magn af henni í Wuham. Við skulum vona að sú kenning standist.

  Ef við lítum á þá sem hafa smitast og þá sem hafa náð sér þá er sagt að aðeins 10% manna hafi náð sér að fullu. Við vitum ekki hversu áreiðanlegar þær tölur eru því við vitum ekki hvort væg tilfelli séu vanskráð að sögn sóttvarnarlæknis. Nú fullyrða menn að veiran sé aðeins 10 sinnum skæðari en flensa. Ég spyr: Þegar svona mikill fjöldi hefur ekki náð sér, getum við þá nokkuð sagt um það hvort talan sé hærri. Þeim sem eru enn veikir gætu versnað og fleiri dáið.

  Nú loksins tekur Alþjóða heilbrigðisstofnunin þetta alvarleg og hvetur þjóðir til samræmdra aðgerða. Sigurður Gunnarsson læknir sagði það mikilvægt að tefja veiruna eins og kostur er því menn væru að vinna að bóluefni sem gæti síðan endanlega gert út af við helvítið. Sóttvarnarlæknir fullyrðir að við höfum góða viðbragðsáætlun og fylgjum öðrum Evrópuþjóðum. Vonandi dugar það.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinBONANZA PABBI (105)
  Næsta greinSAGT ER…