STEINI MILLJÓN VILL MEIRA PLÁSS

    Þorsteinn Steingrímsson (Steini milljón), fyrrum fasteignasali og nú eigandi gömlu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg, vill útvíkka hótelrekstur sinn sem verið hefur um  árabil á 1. og 2. hæð Heilsuverndarstöðvarinnar og bæta 4. hæðinni við:

    “Álftavatn ehf., Pósthólf 4108, 124 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að innrétta girstistað í flokki II, teg. d, gistiskáli, 14 herbergi fyrir 32 gesti á 4. hæð og verður viðbót við gistiskála sem þegar er rekinn á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 47 við Barónsstíg. Erindi fylgir yfirlit breytinga. Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing