“Þegar hundraðkallinn var sleginn á myntformi árið 1995 var andvirði hans á við rúmar 300 krónur í dag. Síðan hefur í raun ekkert bæst við flóruna annað en 10.000 kallinn, ef frá er talinn tilraunin með 2.000 króna seðil.Verður þetta látið fjara út svona óbreytt eða er von á nýjung?” segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka.
Stefán Pálsson sagnfræðingur veit hvað verður: “Styttist mögulega í 500 króna myntina. Stærri seðlar gagnast bara svarta hagkerfinu. En mér finnst tímabært að hanna nýja seðla og mynt.”