Endurbirt að gefnu tilefni:
—
Stefanía M. Aradóttir á Saumastofu Íslands framleiðir alíslenskar andlitsgrímur úr ýmsum efnum sem eru miklu fallegri en hefðbundnar læknagrímur sem mest er um.
“Grímurnar eru framleiddar í tveimur stærðum og eru þrefaldar. Ysta byrðið er ýmist úr 100% polyester, polyester og bómullarblöndu, polyester og ullarblöndu eða 100% nylon,” segir Stefanía sem sjálf hefur gengið með grímurnar sína í tvær vikur við afgreiðslustörf og er alheil.
“Millibyrðið er vatt sem er 100% polyester og innsta byrðið er netefni úr 100% polyester sem andar, sambærilegt efni sem notað er í íþróttafatnaði. Svo eru þær með teygju til að krækja bak við eyrun. Dagleg notkun á andlitsgrímum hefur verið algeng í Asíulöndum í langan tíma. Mínar grímur eru margnota og fallegri en einnota læknagrímur. Þær þjóna þeim tilgangi að hindra viðkomu andlits með skítugum höndum og verjast ryki og kulda,” segir Stefanía og klykkir út með þessu:
“Við mælum með að þvo grímurnar vandlega með sápu og heitu vatni daglega.”
Hægt er að nálgast grímurnar á lost.is