STEFÁN KARL SEGIR SIG FRÁ STUÐMANNASÖNGLEIK

  “Það er gríðarlega leitt að missa hann úr þessu verkefni,” segir Sváfnir Sigurðarson upplýsingafulltrúi Þjóðleikhússins en í gær sagði stórleikarinn Stefán Karl sig frá hlutverki sínu og þátttöku í Stuðmannasöngleiknum Slá í gegn af heilsufarsástæðum.

  Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins 24. febrúar:

  Guðjón Davíð Karlsson, Gói, semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og slá ærlega í gegn!

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…