STARFSLOK DRÍFU

“Föstudaginn 8. september 2023 endaði ég starfsævina eftir 44 ár sem ljósmóðir og 49 ár sem heilbrigðisstarfsmaður og 29 ár í Vestmannaeyjum,” segir Drífa Björnsdóttir:

“Skrýtin tilfinning að skilja við starfið sem hefur verið mér mjög kært. Á margar og ógleymanlegar minningar við störf og leik með samstarfsfólki á stöðum sem ég hef verið við vinnu. Takk allir, en ég er ekkert að fara sko…nema þá að leika mér.”

Auglýsing