Framleiðsla á glæpaþáttunum Trom gæti orðið stærsta kvikmyndaverkefni Færeyinga til þessa ef færeyska stjórnin leggur fram 4 milljónir danskra króna en vekefnið allt á að kosta um 37 milljónir danskra króna eða um 800 miljónir íslenskar. Frameliðendurnir hafa þegar tryggt sér 30 miljónir danskra króna.
Þættirnir eru skrifaðir af Torfinn Jákupsson sem byggir hugmyndina á bók Jógvan Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson. Trom er spennuþættir þar sem að hvalavernundarsinni finnst myrtur þegar verið er að drepa grindhvali og allir íbúar liggja undir grun.
Aksel V. Johannesen fyrrverandi forsetisráðherra Færeyja vonast til þess að ríkisstjórnin taki málið fyrir og samþykki því þetta sé góð auglýsing fyrir Færeyjar.