STÆRÐFRÆÐIMEISTARI Á KASSANUM Í COSTCO

    Elín vill einfalda kerfið.

    “Maðurinn sem afgreiddi mig í Costco í dag er frá Pakistan,” segir Elín Jónasdóttir veðurfræðingur og er hálf hissa:

    “Hann hefur búið hér í næstum þrjú ár. Er með meistarapróf í stærðfræði en er sagt að hann þurfi tveggja ára nám til að kenna stærðfræði og eðlisfræði eins og í heimalandinu. Getum við ekki gert þetta kerfi aðeins auðveldara? Ég held það hljóti að vera hægt að finna starf sem er betur við hæfi fyrir mann með MSc próf í raunvísindum en afgreiðslustarf.”

    Auglýsing