Nemendurnir í La Sapienza háskólanum í Róm eru með ágætan stærðfræðikennara sem þeir kalla Freddi.
Fyrir skemmstu komust þeir að því að kennarinn, Ruggero Freddi, var á árum áður þekkt, samkynhneigð klámmyndastjarna sem kom fram undir nafninu Carlos Masi.
Nemendurnir rákust á myndir af Freddi á Netinu þar sem hann pósaði í pornóbransanum.
Freddi stærðfræðikennari kippti sér hins vegar ekkert upp við þetta:
“Þetta hefur aldrei verið leyndarmál og á ekki að vera það,” sagði hann pollrólegur og gekk inn í stærðfræðistofuna þar sem nemendurnir sátu með dæmin sín óreiknuð.
Sjá New York Post.