SPARAR 45 ÞÚSUND Á ÁRI MEÐ BENSÍNI ÚR COSTCO

  Borist hefur póstur:

  Hlynur Baldursson er mikill reiknishaus og mikill bílaáugamaður og hefur frá byrjun alltaf tekið bensín á bensínstöð Costco:

  “Nú er liðið ár síðan ég tók fyrst díselolíu á gamla Cruserinn í Costco, aðeins í eitt skipti hef ég farið á aðra bensínstöð og sett á fyrir 1000 kall til að komast örugglega í Costco til að fylla, annars hef ég bara tekið olíu þar. Ég hef haldið nákvæmt bókhald með appi um eyðslu, magn og kostnað yfir þetta tímabil og á þessum tíma er ég búinn að taka 893 lítra af dísel og það hefur kostað mig 149.000 krónur sem er sirka 167 krónur per líter að meðaltali.

  Ég veit svo sem ekki hvað meðaltalsverðið á líterinn hjá hinum hefur verið yfir árið, hef einfaldlega ekki haft áhuga á að kynna mér það sérstaklega, en gefum okkur að það sé kannski 195 krónur per líter (held að það sé varlega áætlað) þá er þetta sirka 25.000 á ári í sparnað, semsagt 20.000 kall í hreinan gróða og nota bene við erum með tvo bíla á heimilinu sem eyða svipuðu þannig að þetta eru 45.000 kall sem við getum eytt í eitthvað skemmtilegt. Í mínum augum er það bara alveg helvítis hellingur af peningum. 

  Ætla ég að endurnýja Costco kortið fyrir 5000 kall? HELL YES!! Þó ég muni aldrei stíga inn í verslunina sjálfa framar þá er ávinningurinn af eldsneytinu alveg næg ástæða til að endurnýja.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…