SPÁIR RISASAMRUNA FJÖLMIÐLA

    “Nú er sagt að Árvakur, Sýn og Síminn séu að ræða sameiningu og að nýtt fyrirtæki verði sett á markað í dreifðri eignaraðild. Með þessu móti verður mikil hagræðing það eitt er víst,” segir Baldvin Jónsson fyrrum auglýsingastjóri Moggans, athafnamaður og tengdafaðir Bjarna Ben – vel tengdur inn í kjarna valdaaflanna í samfélaginu. Og heldur áfram:

    “En sel þetta ekki dýrar en ég keypti. Þá má sjá fyrir sér að sanngjarnt væri að RÚV færi af auglýsingamarkaði og lokaði Rás tvö. Þá standa eftir fjölmiðlasamsteypan Fréttablaðið, DV og Hringbraut sem og nokkrir minni fjölmiðlar. Skilst líka að prentuðu blöðin séu að kanna hvort þau verði prentuð áfram. Þar liggur mikill kostnaður á sama tíma og blöðin eru mjög aðgengileg á netinu. Þetta myndi auk þess hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Stundum þarf að hugsa þannig að betra sé að eiga 20% af einhverju frekar en 100% af engu.”

    Auglýsing