SÓTTVARNALÆKNIR VANDRÆÐALEGUR

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Í kjölfar yfirlýsingar Kára Stefánssonar um að fyrirtæki hans hætti aðstoð við skimun á landamærum hefur eitthvað ferli farið í gang. Kári segir að stjórnvöld geti reddað málunum á viku og Katrín tekur íslensku leiðina og segir þetta reddast þó Landspítalinn segi að hann þurfi meir en viku til að taka við auknu álagi.

  Steini skoðar myndavélina.

  Við vitum ekki hvað á sér stað bak við tjöldin. Sá vandaði og trausti maður – sóttvarnalæknir – var hálf vandræðalegur þegar hann nefndi þann möguleika að hleypa hingað inn ferðamönnum án skimunar, jafnvel frá öllum löndum. Getur slík afstöðubreyting komið til án skipunar að ofan? Getur verið að maðurinn sem stýrði okkur í gegnum faraldurinn af mikilli ábyrgð sé allt í einu orðinn kærulaus?

  Auðvitað er þetta ekki verkefni forsætisráðherra en af einhverjum ástæðum felur Svandís sig á bak við Katrínu. Er það af klókindum, þ.e. að hún vilji ekki sitja uppi með skömmina eða er henni ekki treyst fyrir verkefninu. Fyrir fólk sem hefur gaman að fabúlera þá er af nógu að taka.

  Auglýsing