SOS! ADHD FULLORÐINNA

Grafalvarlegt ástand hefur skapast hjá fullorðnum einstaklingum með ADHD sem þurfa að leita sér þjónustu geðlæknis til greiningar og lyfjameðferðar.

Samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis mega eingöngu þeir sem eru undir eftirliti geðlæknis hefja lyfjameðferð við ADHD en nú er svo komið að geðlæknar taka ekki við nýjum skjólstæðingum og því reynist einstaklingum með ADHD ógerningur að hefja lyfjameðferð og hafa í engin hús að venda.

ADHD teymi Landspítalans sinnir greiningu og meðferð á vegum hins opinbera en biðlistinn telur í dag rúmlega 3 ár.

Auglýsing