SORPA MALAR GULL

    Sorpa, sem er i eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, hagnaðist um 236 milljónir  fyrstu sex mánuði ársins. Eigið fé nam í lok sex mánaða tímabils 2,8 milljörðum  en var í byrjun árs 2,6 milljarðar. Ársverk hjá Sorpu voru 110 og launagreiðslur námu  433,7 milljónum. Tekjur fyrirtækisins hækkuðu á milli ára  um tæpar 270 milljónir, voru  fyrstu sex mánuðina í fyrra 1,8 milljarðar en  voru 2.070 milljarðar á þessu ári.  Sex manns eru í stjórn Sorpu og fengu þau 5,5 milljónir í laun þessa 6 mánuði eða 150 þúsund á mánuði  á mann.

    Auglýsing