“Þetta er alveg að hafast,” segir Júlíus Sólnes fyrrum verkfræðiprófessor og fyrsti umhverfisráðherra þjóðarinnar:
“Bókin fer í prentun í næstu viku. Stefni að því að halda útgáfuteiti 27. október í húsi Vigdísar, Veröld, kl. 17:00. Þetta er gríðarlegur doðrantur 704 blaðsíður plús nafnaskrá. Allt Kóvidfárinu að kenna. Verður væntanlega til sölu hjá Háskólaútgáfunni á tilboðsverði fram til og með 27. 10.”