SÓLEY MEÐ ÁFALLASTREITURÖSKUN

    „Ég er með áfallastreituröskun sem lýsir sér þannig að ég les fjölmiðla á hverjum morgni með ís í maganum. Ég veit aldrei hverjar skoðana minna verða fjölmiðlamatur,“ segir Sóley Tómasdóttir feministi og fyrrverandi borgarfulltrui Vinstri Grænna.

    „Ég næ ekki heldur að ímynda mér fyrirfram þá vinkla sem þeir finna til að gera litið úr mér. Allar konur sem reyna að ljá málstaðnum lið fá að kynnast þessu. Nú síðast málefnalegur og klár hjúkrunarfræðingur sem varð á svipstundu að bálreiðri starfsstétt. Úthrópuð fyrir fullkomlega eðlilega athugasemd við texta í barnabók. Hversu líklegt er að hún tjái sig aftur?”.

    Auglýsing