SÓLEY ÁNÆGÐ MEÐ RUGGUSTÓLINN

  Malandi gott.
  Björg Eva.

  “Á mínu heimili eru dýrin í hávegum. Bólstraður kattaruggustóll er nýjasta dæmið um dýradekur á Ægisíðu,” segir Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastýra Vinstri grænna.

  “Verð að viðurkenna að ég var tilbúin með ágæta ræðu um sukk og bruðl, með ívafi af umhverfispredikunum um óþarfa, rusl og drasl, sem spillti bæði loftslagi og náttúru, fyllti húsið og kostaði aukaferðir í Sorpu, alveg að ástæðulausu. En þá hoppaði Sóley upp í stólinn sinn og hefur verið þar síðan, malandi og hæstánægð. Hvað er þá hægt að segja? Ræðan verður ekki flutt.”

  Tengd frétt.

  Auglýsing