SÓLARDAGAR ERFIÐASTIR Í EINSEMDINNI

    "Samfélagsmiðlar fara á fullt og einveran verður áþreifanlegri."

    “Hafandi unnið með fólki í félagslegri einangrun veit ég fyrir víst að sólardagarnir eru erfiðastir. Samfélagsmiðlar fara á fullt og einveran verður áþreifanlegri,” segir  Dagbjört Hákonardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og varaþingmaður Samfylkingarinnar um hríð:

    “Til þeirra sem upplifa einveru og einsemd vil ég benda þeim á að þið eru mikils virði. Ef þið hafið tök á að verja deginum úti breytir það öllu. Góðir skór, nesti og einfaldur áfangastaður er allt sem þú þarft. Hljóðbók eða podcast í eyrum skemmir ekki fyrir. Hlaupaleiðir Heiðmerkur henta mjög vel í góða göngutúra sem þú getur tekið á þínum hraða. Þarft reyndar bíl til að komast þangað en það má vel taka taxa frá Norðlingaholti.”

    Auglýsing