FORMAÐUR SÓKNARNEFNDAR Í FLJÓTSHLÍÐ HIRTIR BISKUP

  Óskrar sóknarnefndarformaður og Agnes biskup.

  Óskari Magnússyni sóknarnefndarformanni í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð er nóg boðið þegar Agnes biskup kynnir Jesú til leiks í auglýsingum með bæði brjóst og skegg og segir:

  “Innan þjóðkirkjunnar eru 264 sóknir, stórar og smáar um land allt. Þær eru hryggjarstykkið í kirkjunni, grasrótin þar sem hjartað slær.

  Óskar í kirkjuturninum á Breiðabólstað í Fljótshlíð.

  Gríðarlegt starf er unnið í sjálfboðavinnu í kærleika og væntumþykju til kirkjunnar.

  Höfuðstöðvar kirkjunnar, Biskupsstofa, eru komnar í glerturn við Katrínartún 4 og Biskupsstofa kallar sig K4. Nútímalegt og smart.

  Þar situr nú fólk og fíflast með ásjónu þjóðkirkjunnar og býr til skrípamynd af frelsaranum í einhverjum kynlegheitum.

  Á meðan fækkar í þjóðkirkjunni.

  Hvers eigum við að gjalda? Fótgönguliðarnir í sóknunum? Enginn spyr okkur.

  Er fólkinu í glerhúsinu ekki sjálfrátt? Væri ekki ráð að þau hefðu samband við hjálparsíma Rauða krossins?”

  Auglýsing