SÖGUR AF KÁRA

    Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar getur vart átt samskipti við fólk án þess að fréttnæmt þyki. Nú er fólk farið að safna sögum af Kára saman og deila sín á milli:

    Gunnar P. Hauksson segir: “Einu sinni rak ég olnboga í Kára Stefánsson þegar ég var að labba inn í WOW flugvél. Hann sagði að ef þetta myndi ske aftur myndi hann rota mig. Nokkrum sek síðar heilsaði flugþjónn okkur. Kári sagði um hæl “Mikið andskoti er þetta hommalegt bindi.” Einu sinni var ég í tíma í Íslenskri erfðagreiningu. Ég fann ómerkt stæði á fínum stað. Í miðjum tíma var kallað í kallkerfinu “Þú sem ert á rauðum Golf. Færðu bílinn úr stæðinu hans Kára NÚNA”. Kári hélt inni flautunni frá því ég kom út og þar til ég var farinn úr stæðinu.”

    Tónlistarmaðurinn Prins Póló segir þessa sögu: „Ég var einu sinni baksviðs hjá RÚV að bíða eftir að fara í beina sjónvarpsútsendingu gutlandi ofurlágt á gítarinn þegar Kári gengur inn í herbergið, snarstoppar og ávarpar mig: “Mikið svakalega er þetta ljótt og leiðinlegt lag.”

    Þórður Jóhannsson stjórnmálafræðingur . “Ég var einu sinni í matarboði þar sem Kári mætti mjög seint í. Ég var í miðri sögu og ætlaði að vera mjög kurteis og involvera Kára í hana og spurði hann því tengdri spurningu. Hann sagði orðrétt “Hvaða skoffín er þetta sem ávarpar mig?” Ég hef líklega aldrei orðið jafn lítill.”

    Osfrv….

    Auglýsing