SÖGUDROTTNINGIN (68)

Arnþrúður og Cliff - sæt saman.

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Sögu er afmælisbarn dagsins (68). Hún fær óskalag með Cliff Richard enda hitti hún hann einu sinni og gleymir aldrei:

“Fyrsta myndin sem ég sá í kvikmyndahúsi var Summer Holiday þar sem Cliff var í aðalhlutverki en þá var ég aðeins 12 ára. Það var því mjörg sérstök upplifun að hitta hann í eigin persónu 20 árum síðar. Hann er fallegur á hvíta tjaldinu en miklu flottari augliti til auglitis og skemmtilegur maður.”

Auglýsing