SNÚIÐ SAMHERJAMÁL

Páll skipstjóri Samherja.

Norðangaddur skrifar:

Í þessu máli með skrímsladeild Samherja og rannsókn lögreglustjórans fyrir norðan hefur tvennt vakið athygli. Lengdin á rannsókninni, sem er orðin óhófleg jafnvel á íslenskan mælikvarða. Og gott aðgengi Páls skipstjóra að lögreglunni.
Þegar kafað er í málið kemur í ljós að sú sem hefur verið kölluð andlega vanheil og á að hafa komið síma Páls í hendur blaðamanna er fyrrum eiginkona hans. Þau hafa átt í nokkuð illvígu skilnaðarmáli. Þessi kona er svo aftur systir bæjarstjórans á Akureyri. Bæjarstjórinn er svo aftur besta vinkona lögreglustjórans til áratuga. Það er því ekki að undra að málin séu snúin fyrir norðan.
Auglýsing