SNJÓBRETTAGARÐUR Á KLAMBRATÚNI

  Svona vill Ottó Leifsson sjá vetrarlíf á Klambratúni

  Á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag var lögð fram athyglisverð hugmynd um snjóbrettagarð á Klambratúni sem sumir kalla nú Miklatún á mótum Hlíðahverfis og Norðurmýrar. Svona voru kerfispappírarnir:

  “Snjóbrettagarður, mögulega uppsetning og starfræksla. Lagt fram erindi atvinnuþróunarteymis hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 30. apríl 2021 vegna mögulegrar uppsetningar og starfrækslu sjóbrettagarðs í Reykjavík. Einnig er lögð fram kynning/nánari lýsing á verkefninu ódagsett. Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.”

  Ottó Leifsson.

  Ottó Leifsson lagði fram sérstaka hugmynd í hverfinu sínu um Klambratún á borgarvefnum Hvað viltu láta gera? þar sem hann segir:

  “Byggja upp stutta brekku, nóg að hafa hana 35 til 50 metrar með 14% halla og mögulegum frystibúnaði til að halda snjónum lengur. Við bygginguna gæti verið möguleiki að gera “halfpipe” sem er skemmtileg viðbót við snjóbretta brekkuna. Frábær leið til að safna öllum snjónum af götum borgarinnar og nota í búnað við snjóbrettaiðkun. Auk þess er hægt að virkja þá sem eru á brettum til að moka og fínstilla brekkuna, eins og iðkendur gera oft sjálfir í fjöllunum. 

  Hvers vegna viltu láta gera það? 

  Mjög praktískt og skemmtilegt að fá unglingana til að vera i miðri borg, frekar en í Bláfjöllum á virkum dögum. Ódýrara að ferðast til og frá Klambratúni miðað við Bláfjöllin. Það er mikill áhuga á snjóbrettaiðkun í Reykjavíkurborg.”

  Auglýsing