SNEMMA BEYGIST KRÓKUR – GHISLAINE SAKFELLD

  Meðan allt lék í lyndi.

  Ghislaine Maxwell hef­ur verið sak­felld fyr­ir að hafa út­vegað vini sín­um og fyrr­ver­andi kærasta, kyn­ferðisaf­brota­mann­in­um Jef­frey Ep­stein, stúlk­ur und­ir lögaldri, sem hann síðan braut á kyn­ferðis­lega. Einnig var hún sak­felld fyr­ir kyn­lífs­glæpi og man­sal barna og ungra kvenna.

  Við dómsuppkvaðningu í gær.

  Faðir Ghislaine Maxwell, blaðaútgefandinn Robert Maxwell, endaði líf sitt í skömm þegar upp komst um refsivert athæfi hans í meðferð lífeyrisgreiðslna starfmanna útgáfufyrirtækisins. Nú hefur Ghislaine hlotið dóm fyrir mansal þótt ekki sé enn ljóst hve löng refsivistin verður. Blaðamenn binda vonir við að í kjölfarið muni hún ljóstra upp nöfnum frægra valdamanna sem misnotuðu ungar stúlkur sem Maxwell og Epstein voru með á sínum snærum.

  Með mynd af pabba.

  Ghislaine var yngst sjö barna fjölmiðlamógúlsins Maxwell og konu hans Betty. Hún var sú eina af þeim sem móðirin lýsti síðar sem fordekruðu barni. Faðir hennar nefndi snekkju sína lafði Ghislaine í höfuðið á henni en ekki konu sinni eða tveimur eldri dætrum. Hann var innflytjandi af gyðingaættum en komst til vegs og virðingar í Bretlandi, varð þingmaður og vellauðugur útgefandi, sem batt vonir við að hann gæti gift Ghislaine John Kennedy jr.

  Ghislaine menntaðist í Oxford og varð fljótlega stjarna í samkvæmislífinu beggja megin Atlantsála en hún kynntist Jeffrey Epstein upp úr 1990 í New York. Þau áttu í ástarsambandi árum saman sem lauk í byrjun þessarar aldar þótt vinátta þeirra og samstarf héldi áfram.

  Ghislaine og Epstein á góðri stund.

  Samnemandi Ghislaine í Oxford, Anna Pasternak, lýsir henni sem yfirborðslegri og snobbaðri með þessum orðum:

  ,,Það var strax augljóst að hún hafði mikinn áhuga á peningum og völdum. Hún var týpan sem horfði alltaf yfir öxlina á manni þegar hún heilsaði til að tékka á því hvort það væri ekki einhver áhrifameiri og áhugaverðari í partýinu um leið og hún blés á mann kossi.“

  Auglýsing