SMYGLAÐUR UNAÐUR JÓLANNA

  Sveinn Dal Sigmarsson, framkvæmdastjóri, athafnamaður og bróðir Jóns heitins Páls, sterkasta mans í heimi á árum áður, minnist jólahalds æsku sinnar þegar hann lætur hugann reika á eigin afmælisdegi:

  Þar sem ég á nú afmæli í dag langar mig að minnast æsku minnar. Ég var erfiður en við bjuggum niðri í Sundum og Kleppararnir voru mínir bestu vinir og mamma hafði opið hús fyrir þá ef þeim langaði í kaffi og spjall. Þegar kom að mat, voru medisterpylsur, soðningur og skata hversdagsmál. En þegar að kom að veislumat kom systir mömmu þar inn í. Hún hafði flust til Köben 16-17 ára gömul og kynnst öllu því sem Danir hafa upp á að bjóða. Minnist ég góðra stunda er hún hafði smyglað Jolly Cola, rauðum lakkrís og súkkulaðiplötum á brauð. Unaðurinn einn. Eitt sem hún kynnti fyrir okkur líka var kjúklingur, og þetta dýr varð að veislumat okkar. Aðfangadagskvöld, pakkar, kjúklingur með kartöflustráum og sósu sem besti kokkur í heimi hafði framreitt (mamma). Síðan leið tíminn og kjúlli varð ekki nógu fínn enda Askur og Naustið búið að taka dæmið upp á sína arma. Þá fórum við í ýmsar æfingar, hamborgarahryggur (solid), önd, gæs og jafnvel smyglað argentískt file. Persónulega finnst mér hamborgarahryggurinnn ekki klikka en á þessum tíma voru þessar argentísku guðdómlegar. Afhverju ég er að segja ykkur frá þessu er það að akkúrat núna er kjúklingur í ofninum og ég mun núna njóta eins og í gamla daga.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…