SLÁTURTÍÐ HJÁ VINSTRI GRÆNUM

  Þingflokkur Vinstri Grænna eftir kosningar 2017. Aðeins 4 eftir. Staðan: Andrés Ingi komin í  Pírata , Rósa Björk Brynjólfsdóttir komin í Samfylkingu, Steingrímur Sigfússon hættur, Ari Trausti Guðmundsson hættur, Kolbeinn Ottósson Proppe felldur í prófkjöri, Ólafur Þór Gunnarsson felldur, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir felld.
  Ólafur Kjaran.

  Þingmenn Vinstri grænna eiga margir ekki sjö dagana sæla, skornir niður við trog í pófkjörum og afgreiddir út. Ólafur Kjaran Árnason hefur greint málið en Ólafur situr í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna:

  Náðu 11 á þing síðast og 2 urðu ráðherrar. Restin?
  • 2 hættu í flokknum
  • 2 hætta á þingi
  • 3 hafnað í prófkjörum
  • 2 að berjast fyrir pólitísku lífi sínu
  Og starfsmenn forystunnar sem reyndu prófkjör? Öllum hafnað.

  Btw líka sláturtíð hjá Framsókn:

  Búin að halda prófkjör í tveimur kjördæmum — sama saga: Þeim þingmönnum sem sóttust eftir endurkjöri hefur verið hafnað.

  Auglýsing