Skyndikynni eru af ýmsum toga en þau geta verið góð í Kringlunni svona alveg óvart.
“Ég er Bolvíkingur,” sagði gamli maðurinn sem sat með staf sinn á sófa fyrir framan gleraugnaverslunina Augað þegar viðskiptavinur þar settist hjá honum í bið eftir gleraugum sem hann hefði sest ofan á og skælt kvöldið áður.
“Kom til Reykjavíkur´35,” hélt gamli maðurinn áfram.
– Hvað varstu gamall þá?
Hann hugsar sig um og segir svo hálf hlægjandi:
“Ég man það ekki og ekki heldur hvað ég er gamal núna.”
– Býrðu í nágrenninu?
“Já og mér finnst gaman að koma hingað.”
– Hvað er skemmtilegast?
“Fylgjast með fólkinu. Hér er alltaf líf.”
Svo kvöddust þeir.