SKRÝTIN SKRIÐUFÖLL Í SJÓNVARPI

  Land stöðugt í mótun heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Vísindamaður hjá Veðurstofu Íslands kom í sjónvarp Ríkisins og fullyrti að skriðuföllin á Austurlandi væru meðal annars út af hlýnun jarðar. Spyrillinn hafði hvorki kunnáttu til eða áhuga að hnekkja þessari firru. Ef svokallaðir vísindamenn eru ekki færari er þá ekki betra að hafa spyrla sem geta leiðrétt svona hjátrú.

  Steini skoðar myndavélina.

  Skriðuföll verða aðallega út af landmótunarferlum sem er stöðugt í gangi utan í misbröttum og misháum hlíðum. Á Íslandi eru skriðuföll tíð, þessi þróun eru yfirleitt mjög hröð en hægfara ferli þekkjast einnig eins og þau sem eru nú í gangi fyrir austan einfaldlega vegna áhrifa þyngdaraflsins. Inn í þennan feril spila meðal annars veðurfar.

  Efni sem flyst til með skriðuföllum er ýmist jarðvegur, urð eða stykki úr berggrunni. Skriðurnar eiga sér stað af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna áhrifa vatnsrennslis við miklar rigningar eða leysingar, frostvirkni og frostveðrunar, bráðnunar og hvarfs sífrera, sem kemur og fer, breytingar á grunnvatnsstraumum eða vegna jarðskjálfta. Þá eru vel þekkt skriðuföll af mannavöldum.

  Skriðuföll eru þekkt í öllum landshlutum, algengastar eru skriður þó á Miðnorðurlandi og Austurfjörðum.

  Auglýsing