SKORIÐ Á ÆRSLABELG Í KÓPAVOGI

    Atli og skemmdirnar á ærslabelgnum.

    “Það ríkir mikil sorg í Arnarskóla. Einhver skar gat á ærslabelginn okkar um helgina. Unnið er að viðgerðum þannig að vonandi kemst hann fljótt í notkun aftur því ég veit að hann veitir nemendum okkar mikla gleði og vonandi nágrönnum okkar líka. Vonum að “skemmdarvargurinn” finni sér eitthvað skemmtilegra að gera en að skemma leiktæki barna,” segir Atli Magnússon sem vinnur í Arnarskóla í Kópavogi.

    Auglýsing