SKÓGRÆKT HÁLFGERÐ ATVINNUBÓTAVINNA

  Litadýrð skógarins heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Lagði leið mína að Skorradalsvatni frá Kaldadal í mjög góðu veðri í vikunni.

  Þarna hefur verið stunduð mikil skógrækt og er skógurinn þakin hlíðum vatnsins báðum megin í dalnum. Öll þekkjum við hvað skógur er fagur á haustin þegar hann yfirgefur gróðurfar sumarsins.

  Steini skoðar myndavélina.

  Ég velti fyrir mér afraksturs skógræktar með trjám sem eru aðskotahlutur í Íslenskri náttúru, plantað á landsvæði sem eru nánast útilokað að vinna að loknum uppvexti eins og er í Skorradal. Mestur hluti nýtingar er notaður hérlendis í kurl og brennivið sem skilar verri niðurstöðu í kolefnisjöfnun. Eitthvað eru menn að reyna að nýta trén í iðnaðarvinnslu sem er eina lausnin sem skilar árangri í kolefnisjöfnun. Í upphafi var lagt á stað með í huga að jafna kolefnisnotkun okkar, því miður er það ekki raunin.

  Norðmenn hafa verið að reyna nýta skóginn hjá sér með mjög misjöfnum árangri út af legu landsins og landnýtingar, sem er svipuð hérlendis.

  Við verðum að spyrja okkur af því hvort rétt sé að nota skattfé til skógræktar hérlendis sem er hálfgerð atvinnubótavinna og verður aldrei neitt annað.

  Erlendir ferðamenn koma til landsins til að njóta víðernisins, litadýrðinnar í landslaginu og komast að fossum, ám, vötnum og uppistöðulónum. Ekki til að skoða skóga.

  Auglýsing