SKÓGRÆKT BJARGAR ALDREI HEIMINUM

  Steini á leið á haugana með trjárgróðurinn. Myndina tók dóttir hans.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Garðurinn sem fylgdi húsinu sem dóttirin var að kaupa var að mínu mati óhirtur. Ég byrjaði að reyna ræða þetta við tengdasoninn en hann bara pataði mér frá og sagðist hafa annað að gera.

  Steini pípari.

  Ég gefst aldrei upp, fyrst voru feldar 8 aspir en þá varð ég að beita brögðum til að haldið yrði áfram. Þegar var búið að fara 10 ferðir á hauganna á tveggja hásinga kerru af gróðurafgangi, trjám og runnum sagði dóttirin loksins að nú væri garðurinn farinn að líta þokkalega út.

  Ég virti árangurinn fyrir mér og uppgötvaði að maður á áttræðisaldri gæti ekki mikið enda þvældist ég mestmegnis fyrir með alla mína liðaverki, en ég gat skipað fyrir. Þegar ég virti fyrir mér árangurinn hugsaði ég, sérkennilegt með þessa skógrækt sem á að bjarga heiminum sem skilar meiru til baka af carbon dioxide með eiturefnum en upphaflegur ávinningur á að vera, rotnandi á öskuhaugunum.

  Auglýsing