SKJÁLFTI Í HÖFUÐSTÖÐVUM ÍSÍ

    Skjálfti er hlaupinn í forráðamenn Íþróttasambands Íslands og hafa þeir sótt um leyfi borgaryfirvalda til að koma upp jarðskjálftavörnum í höfuðstöðvum sínum í Laugardal.

    Kerfisbréfið: “Sótt er um leyfi til að koma fyrir jarðskjálftastyrkingum sunnanmegin á hornum og upp hæðir atvinnuhúsi, mhl.02, á lóð nr. 6 við Engjaveg. Gjald kr. 12.100. Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektum sbr. greinar nr. 2.4.5 og 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.”

    Auglýsing