SKÍTUR Í GARÐVEISLU

    Hulda Hrund og gestgjafinn í garðveislunni.

    “Árið er 2011. Ég er nýútskrifuð leikkona og endaði í bakgarðpartýi hjá Birni Hlyni leikara. Þarna var ég nýbúin að næla mér í hlutverk í Völuspá og fannst ég vera ,,the shit”! segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir femínisti og aðgerðarsinni.

    “Ástæða þess að ég mætti í partýið var að ég ætlaði að sofa hjá fyrrverandi sem leigði kjallarann hjá Birni Hlyni. Þarna strax farin að taka ,,góðar ákvarðanir”. En þarna voru þeir, minn fyrrverandi og Björn Hlynur bara talandi saman. Þarna var tækifæri mitt til að slá tvær flugur í einu höggi. Kynna mig fyrir BH og fleka fyrrverandi. Solid plan Hulda, solid plan. En það eina sem kom út úr mér var löng ræða um hversu alvöru þreytandi það er að kúka eftir sturtu. Ég meina þú er nýbúin að smúla þig upp og niður og svo beitir líkaminn þinn vörusvikum með því að skila af sér saur eftir öll þessi þrif. Á vissum tímapunkti grípur minn fyrrverandi fram í fyrir mér og segir ,,já… hún hefur engan filter.” Það eru liðin 10 ár frá þessu partýi og það deyr alltaf eitthvað inn í mér þegar ég hugsa til baka eða þegar ég þarf að kúka eftir sturtu.”

    Auglýsing