SKÍTKAST OG FÁFRÆÐI FÆÐUBÓTAREFNI ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA

"Nú mætti ætlast til að ráðherra í ríkisstjórn kynni einhver skil á sannindum og falsfréttum nema ráðherrann vilji beita falsfréttum til að fegra lélegan málstað."

“Las í Fréttablaðinu ummæli sem höfð voru eftir Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra. Þar segir hún að “við missum fullveldi yfir auðlindum okkar með inngöngu í Evrópusambandið,” segir Þröstur Ólafsson hagfræðingur og samfélagsrýnir um áratugaskeið:

“Nú mætti ætlast til að ráðherra í ríkisstjórn kynni einhver skil á sannindum og falsfréttum nema ráðherrann vilji beita falsfréttum til að fegra lélegan málstað. Ekki óþekkt fyrirbæri, því fullyrðing Lilju er í besta falli vanþekking. Það er mikið áhyggjuefni ef þekkingarstig íslenskra ráðherra á Evrópusambandinu nái ekki lengra og rökin í málfutningi þeirra takmarkist við aulalegt skítkast og aumkunnarverða fávísi. Kannski þetta séu hin sönnu fæðubótarefni íslenskra stjórnmála.”

Auglýsing