SKILNAÐUR SKEKUR SKAFTAHLÍÐ

  Fréttablaðið hefur sjósett nýjan vef, frettabladid.is, til höfuðs visir.is, sem hvarf úr eignasafni Jóns Ásgeirs og Ingibjargar konu hans við sölu á stærsta hluta fjölmiðlaveldins þeirra til Vodafone.

  Nú þarf að aðskilja fjölmiðlana, Fréttablaðið, frettabladid.is og tímaritið Glamour frá Stöð 2, Bylgjunni, visir.is og smærri útvarpsstöðvum því miðlarnir eru enn í sambúð í Skaftahlíð eins og verið hefur lengi.

  Talið er víst að Vodafone flytji allt góssið upp í höfuðstöðvar sínar við Suðurlandsbraut á meðan Jón Ásgeir og Ingibjörg verði að finna sínum miðlum nýjan stað því fasteignafélagið sem á byggingarnir í Skaftahlíð hyggst auglýsa þær til útleigu til annarra í haust.

  Þetta er einn stærsti fjölmiðlaskilnaður Íslandssögunnar og óvíst hvernig endar.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…