SKEMMDARVERK Í GRAFARVOGI

    Svala og grjótið sem dundi á bílunum.

    “En á ný voru skemmdarverk unnin hér á bílaplaninu við Breiðaavík 31-33. Grjóti var hent ofan á húddið á bílnum okkar þar sem eru tvær dældir eftir og steinninn skilinn eftir,” segir Svala Sigríður Tomsen Grafarvogsbúi er er felmtri slegin.

    “Fleiri bílar hafa verið rispaðir eftir endilöngu auk þeirra alvarlegu spellvirkja sem voru unnin um daginn þegar boltar voru losaðir á dekkjum þannig að dekkin duttu undan þegar bílnum var bakkað út úr skýli. Við þurfum ekki leyfi persónuverndar heldur samþykkis allra forráðamanna 8 íbúða fyrir öryggismyndavélum en það er í vinnslu einnig kölluðum við til lögreglu til að sjá skemmdir.”

    Auglýsing