SKARTGRIPAHÖNNUÐUR VÍKUR FYRIR BJÓRKRÁ

    Kaldi, ein vinsælasta bjórkrá miðbæjar Reykjavíkur á Klapparstíg, er að stækka við sig um helming og ryður þá frá skartgripaverslun Hildar Hafstein sem lengi hefur blómstrað við hlið Kalda.

    Hildur Hafstein bregst við með því að flytja sig ofar í götuna, í stóra rauða húsið á horni Klapparstígs og Grettisgötu, og opnar þar strax eftir áramót.

    Auglýsing