SJÚKRATRYGGÐUR FÓTGÖNGULIÐI Í GRÁA HERNUM

Tómas Lárusson

Tómas Lárusson fótgönguliði í Gráa hernum skrifar:

Sálufélagi minn skrifaði nýlega um heilbrigðisráðherra og réttindi sjúkratryggðra í
Morgunblaðsgrein.

„Ærið verkefni er hjá heilbrigðisráðherra að huga að heilsu og heilbrigði heillar þjóðar.
Ráðherrann hefur þúsundir heilbrigðisstarfsmanna á sínum snærum til að hlúa að
margbreytilegum verkefnum. Hann hefur jafnframt yfirstjórn og ræður för hjá
Sjúkratryggingum Íslands, sem á að veita öllum sjúkratryggðum íslendingum fjárhagslega
aðstoð til verndar heilbrigði og sjá til þess að þeir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu
óháð efnahag. Annað markmið í lögum um sjúkratryggingar er að stuðla að rekstrar- og
þjóðhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarks gæðum eftir því sem frekast er
unnt á hverjum tíma.

Í lögum um réttindi sjúklinga er þess getið í 1. gr. að óheimilt sé að mismuna sjúklingum á
grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Í lögum um Sjúkratryggingar er í 1. gr. kveðið á um að samræmis sé gætt við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og önnur lög eftirþví sem við á”.

Gárungarnir segja að kommúnísk pólitík og persónuleg óvild í garð sumra lækna/heilbrigðisstofnana ráði för í ráðuneytinu og hjá sjúkratryggingastofnun, en ekki
markmið laga og reglugerða um réttindi sjúkratryggðra íslendinga.

Auglýsing