SJÖTUGSAFMÆLI DAVÍÐS Í HÁDEGISMÓUM

  Davíð Oddsson hefur boðið til afmælisveislu í höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum miðvikudaginn 17. janúar klukkan 16:00 en þá verður hann sjötugur.

  Fyrir tíu árum hélt Davíð upp á sextugsafmæli sitt í Ráðhúsi Reykjavíkur, þá var hann Seðlabankastjóri, og mættu um tólf hundruð manns – sjá hér.

  Í ævisögu Davíðs er út kom 1989 þegar Davíð var rétt fertugur er upphafskaflinn um fæðingardag hans. Hér er brot:

  Það var hæg austlæg átt, skýjað og hiti við frostmark á suðvesturhorninu að morgni 17. janúr 1948. Haft er fyrir satt að sjómenn í Vestmannaeyjum hafi ekki treyst sér á sjó þegar þeir fóru fram úr þennan dag og litu á loftvogina…Í húsinu við Drápuhlíð 26 í Reykjavík hafði fólki hins vegar ekki orðið svefnsamt fyrr um nóttina…Drenghnokki hafði fæðst í húsinu þá um nóttina, nánar tiltekið klukkan 2:30.

   

  Auglýsing