SJÓNRÆNT OFBELDI ARKITEKTA Á BREKKUSTÍG

  Brekkustígur 9. Þarna vilja menn byggja blokkarferlíki og teygja upp á Öldugötu - og meira til ofar.
  Mikill áhugi er á því að hækka og stækka gamla húsið við Brekkustíg 9 væntanlega með það fyrir augum að fjölga íbúðum. Sótt er er um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús á Brekkustíg 9, að gera rishæð þannig að tvær íbúðir verði í húsinu í stað einnar.
  Hér hefur orðið mikil breyting.
  Beiðnin hefur verið  tekinn fyrir hjá byggingarfulltrúa sem vísaði henni til skipulagsfulltrúa:
  Brekkustígur 9. Stækkun húss og breyting lóðar. Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. maí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja og hækka hús og byggja stigahús á bakhlið einbýlishúss á lóð nr. 9 við Brekkustíg. Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brekkustíg 4a, 6, 6Aa, 6b, 7, 8 og 10, Öldugötu 42, 44, 45 og 47 og Drafnarstíg 4, 7 og 9.
  Áður hafði verið sótt um meira en því mótmælt hástöfum af nágrönnum:
  “Sótt er er um leyfi fyrir viðbyggingu við núverandi hús á Brekkustíg 9, að gera rishæð þannig að tvær íbúðir verði í húsinu í stað einnar, að byggja sex íbúðir í nýbyggingum og með breytingum og viðbyggingum verði gerðar tvær íbúðir í núverandi húsi á Öldugötu 44. Skipulagsfulltrúi benti á  að ólíklegt sé að ná sátt um slíka hluti í grónum hverfum.”
  Auglýsing