SJÓNMÁL Í KIRKJU

Jóm Thor Gíslason opnar myndlistarsýningu í Gallerí Göngum í Háteigskirkju um næstu helgi. “Sjónmál” heitir hún.

Jón Thor býr í Düsseldorf í Þýskalandi. Eftir nám við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart (1989-1994), ílengdist hann í Þýskalandi og hefur síðan þá starfað að list sinni þar í landi.

Jón Thor hefur sýnt verk sín víða um heim í galleríum, söfnum og á listamessum. Eftir langt hlé á sýningarhaldi hér heima sýndi Jón Thor í SÍM salnum 2018 og aftur 2019 í Mokkakaffi við Skólavörðustíg.

Sýningin stendur til 18. júlí og er opin virka daga frá kl 10 – 16, föstudaga frá kl 10-15. Auk þess verður opið tvær síðustu sýningarhelgarnar, laugardag og sunnudag frá kl 14 – 17.

Auglýsing