SJÓN Á FORSÍÐU NEW YORK TIMES

    Rithöfundurinn Sjón er í risaviðtali við helgarblað New York Times – og á forsíðu netútgáfunnar.

    Sam Anderson blaðamaður NYT kom til Íslands og hitti Sjón á vinnustaðnum til að taka viðtalið. Greinin fjallar um skáldskap Sigurjóns Birgis Sigurðssonar, Sjón, samstarf hans við Björk og sitthvað fleira áhugavert. Greinin er rúmlega 8 þúsund orð og einnig er hægt að hlusta á hana lesna á vefsíðu NYT. Áskrifendur vefútgáfunnar eru 7,6 milljónir, þannig að nú þekkja öllu fleiri meistara Sjón en í gær.

    Auglýsing