SJÓÐHEITAR SUNDFRÉTTIR

    Persónur og leikendur í sundfréttum - Drífa, Steinþór, Sólveig og Ómar.

    Í kjölfar þess að staða forstöðumanns Sundhalllar Reykjavikur losnaði ákváðu menn að sækja einn færasta forstöðumann sundlauganna Í Reykjavík, Drífu Magnúsdóttur, sem stjórnað hefur Árbæjarsundlaug með glæsibrag síðan 2019 og setja í Höllina þar sem taka þarf til hendinni. Drífa tekur við af Sigurði Viðissyni sem stýrt hefur Sundhöllinni síðan 2019.

    Þetta eru ekki einu breytingarnar hjá ÍTR. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar mun vera fara í ársfrí og á skrifstofu ÍTR er Ómar Einarsson sviðsstjóri að hætta vegna aldurs og mun Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar og þjónustu hjá borginni, taka við starfi Ómars og við starfi Steinþórs tekur Sólveig Valgeirsdóttir  fyrrum forstöðumaður Breiðholts og Grafarvogslaugar, nú verkefnastjóri hjá ÍTR.

    Auglýsing