SJÖ DAGA KERFI LINDU P

  Um næstu helgi fer í loftið prógramm Lindu P –  7 DAGA ÁÆTLUN AÐ VELLÍÐAN – en þann 17. nóvember eru 30 ára síðan Linda var kosinn Miss World.

  Á hverjum degi í 7 daga mun Linda senda þér dagsáætlun á tölvupóstnetfang þitt með það að markmiði að auka vellíðan þína í daglegu lífi og bæta heilsuna. Þetta eru ráð varðandi heilsu og útlit og síðast en ekki síst sjálfsrækt sem Linda telur vera undirstöðulykil í almennri vellíðan, eitthvað sem hún hefur sjálf lært og reynt á 30 ára ferli tengdum heilsu, fegurð og vellíðan.
  Innifalið í þessu 7 daga prógrammi:

  Dagleg áætlun
  Mataræði
  Uppskriftir
  Innkaupalisti
  Sjálfsrækt
  Útlitsráð
  Tölvupóstsamskipti við LP

  „Ég vonast til að fólk fylgi þessari sjö daga áætlun og finni sér nýjan og betri lífsstíl,” segir Linda sem hefur sett saman þetta vellíðunarprógramm út frá eigin reynslu í heilsugeiranum en auk þess er hún einnig menntuð í heilsuráðgjöf (health coach). Þetta er ekki megrunarprógramm sem slíkt heldur frekar ráðgjöf til þeirra sem vilja huga að eigin líkama og vellíðan – án allra öfga. Og síðast en ekki síst þegar við hugum vel að okkur hefur það gjarnan jákvæð og góð áhrif á andlega heilsu.”

  Auglýsing