SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR VILL BYGGJA 47 ÍBÚÐIR VIÐ VALHÖLL

    Stjórn byggingafélagsins í Valhöll. Litli, rauði bíllinn tengist efni fréttarinnar ekki beint.

    Byggingabransinn tekur á sig ýmsar myndir og nú vill Sjálfstæðisflokkurinn fara að byggja á lóð sinni við höfuðstöðvarnar í Valhöll á Háaleitisbraut – 47 íbúðir til að selja. Kerfisbréfið:

    “Sjálfstæðisflokkurinn, pósthólf 5296, 125 Reykjavík. Sótt er um leyfi til þess að byggja 4-6 hæða steinsteypt fjölbýlishús, klætt málmklæðningu, með alls 47 íbúðum, atvinnurými á hluta jarðhæðar og bílakjallara, mhl. 02, á lóð nr. 1 við Háaleitisbraut. Stærðir: 7.329.4 ferm., 21.079.7 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 1.252.1 endurútgefið 22. febrúar 2010, og lóðablað 1.252.1 dags. 29. júlí 2021. Gjald kr. 12.100. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og til athugasemda.”

    Hjá Ríkisskattstjóra er Bjarni Benediktsson titlaður stjórnarformaður og með honum í stjórn Þórdís Kolbrún Gylfadóttir og Jón Gunnarsson. Sjá tengda frétt.

    Auglýsing