SIGURÐUR PÁLMI AFTUR Í VERSLUNARREKSTUR

    Athafnamaðurinn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sport Direct sem keypti þrjár verslanir af Högum í árslok 2018 og opnaði Superverslanir sem öllum hefur verið lokað, virðist vera að fara aftur í verslunarrekstur og þá á Laugavegi gegnt Hlemmi. Það er fyrirtækið Ísborg verslanir ehf. sem sækir um þar sem Sigurður Pálmi er stjórnarformaður en Silja Magnúsdóttir skráð eigandi:

    “Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi í rými 0103 og endurnýja tækjabúnað skyndibitastaðar í matvöruverslun á 1. hæð í verslunar-og skrifstofuhúsi nr. 116, mhl. 09 á lóð nr. 118 við Laugaveg. Erindi fylgir mæliblað 1.240.1 dags. 9. apríl 1975 og yfirlit breytinga á A3 afriti af aðalteikningu samþykktri 26. janúar 2010. Gjald kr. 12.600. Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Sigurður Pálmi er dóttursonur Pálma í Hagkaups og sonur Ingibjargar Pálmadóttur eiginkonu athafnamannsins Jóns Ásgeirs.

    Auglýsing