SIGURÐUR BOGI (51)

Afmælisbarnið er fréttahaukurinn og listaljósmyndarinn Sigurður Bogi Sævarsson (51). Menn eins og hann eru happ í hverju mannlegu samfélagi. Hér er óskalagið:

“Elska þig með Mannakornum og Ellen Kristjánsdóttur: Einfaldlega fallegt lag og frábær flutningur. Heyrði lagið fyrst í útvarpinu á langbylgjunni. Var í bílnum einhversstaðar úti á landi og það greip mig strax.”

Auglýsing