SIGNÝ ENDURLÍFGAÐI SKRAUTFISK ÚR KJAFTI KATTAR

    "Hann leit út fyrir að vera dauður í fyrstu  þar sem hann lá á gólfinu, hreyfingarlaus, alþakinn kattarhárum."

    “Kötturinn minn hefur ekki sýnt mikið veiðieðli og hefur verið duglegur að færa mér laufblöð. Fyrir viku síðan breytti hann til, dró inn risafisk, tók af honum hreistrið og skildi hann eftir á stofugólfinu hjá mér. Hann leit út fyrir að vera dauður í fyrstu  þar sem hann lá á gólfinu, hreyfingarlaus, alþakinn kattarhárum,” segir Signý Gunnarsdóttir íbúi á Kársnesi. talmeinafræðingur hjá Kópavogsbær.

    “Við sáum svo örlítið líf í honum, skelltum honum í skál og við tók viku björgunarferli sem hefur einkennst af lyfjagjöf og krítískum stundum þar sem við héldum að hann væri allur. Einnhvern veginn er fiskurinn, sem hefur fengið nafnið Kjáni, enn á lífi. Við auglýstum Kjána en enginn gerði tilkall til hans. Okkur áskotnaðist svo fiskabúr með tveimur fiskum og nú  er þessi tjarnarfiskur orðinn heimilisdýr. Ég er því orðin þriggja fiska mamma, allt af því að kettinum mínum fannst einn daginn ekki nóg að færa mér laufblöð.”

    Auglýsing